Kristín Einars Cavan

Kristín Einarsdóttir Cavan (f.1992) lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021, og hefur starfað við myndlist síðan árið 2015. Verk Kristínar hafa verið sýnd á sýningum í söfnum og galleríum á Íslandi.
​
Í verkum hennar skoðar hún hvernig form og litir vinna saman þar sem hið óræða er við stjórn. Meginviðfangsefni verka hennar eru mismunandi menningarheimar- og arfur, og eru þau oftar en ekki sett fram í myndlíkingu hafsins. Þannig tvinnar hún saman minningum og náttúru í myndmál eða hljóðmynd.
Kristín vinnur þvert á miðla þar sem málverkið er í aðalhlutverki. Þar endurskilgreinir hún málverkið í sinni víðustu merkingu með skynjun á hljóði yfir í mynd og öfugt. ​
​​
​
​
Fyrirspurnir um verk eða samstarf:​
Instagram: @kristineinarscavan
Í verkum mínum skoða ég mismunandi birtingarmyndir málverksins. Ég rýni í þá þætti sem skilgreina hvað málverk er í samanburði við eigin hugmyndir um það hvernig skilgreining þess getur teygst út fyrir hinn hefðbundna ramma. T.a.m. hvernig málverk samtímans hefur þá eiginleika að umbreytast í annað form, af blindrammanum yfir í hljóð eða vídeó miðil.
Ég hef lagt áherslu á hljóð í verkum mínum og túlkun hljóðs í myndrænt form. Hljóð getur orðið sjónrænt þegar við lokum augunum og leyfum því að framkalla myndir í huganum. Í ferli mínu leik ég mér að þeirri íhugun um að hljóð hefur myndræna eiginleika og getur því talist vera málverk.


Kristín Einarsdóttir Cavan (b.1992) graduated with a B.A. degree in fine art at the Icelandic University of the Arts.
​
In her works she contemplates the way shapes and colours work together whereas the unpredictable controls the outcome.
She works with all kinds of mediums but with emphasis on the painting and sound works. Through painting she redefines the broad spectrum of it as material and a main subject. In her works sound is often interpreted as a visual object and vice versa.
The painting becomes a video/sound/sculpture and the video/sound/sculpture becomes a painting.
​
For inquiries please contact via e-mail kristincavan@gmail.com
​
Instagram: @kristincavan_art